Segir það brandara að hann sé í hópi 100 bestu leikmanna NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:30 JJ Watt. Vísir/Getty Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum