Rútuferðir fyrir þá sem þekkjast boð HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 11:43 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/anton brink Fáir starfsmenn HB Granda hafa tekið boði útgerðarinnar um starf í Reykjavík, en umsóknarfrestur er til 1. júlí. Nokkrir hafa sagt upp störfum frá því að tilkynnt var um að útgerðin myndi hætta landvinnslu á Akranesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að bundnar séu vonir við að starfsfólk á Akranesi muni sækjast eftir starfi hjá fyrirtækinu í Reykjavík, en 86 manns var sagt upp störfum samhliða ákvörðun um lokun útgerðarinnar á Skaganum. „Það var samkomulag á milli okkar og trúnaðarmanna þeirra að við gæfum þeim færi á að svara fram til mánaðamóta – eða út júní. Það eru frekar fáir búnir að sækja um en fólk er sjálfsagt að hugsa sinn gang,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að þeir sem þekkjast boðið gefist kostur á að ferðast á milli Akraness og Reykjavíkur með rútu á vegum fyrirtækisins. „Við tókum ákvörðun um að bjóða upp á fríar ferðir fram og til baka og væntanlega verðum við með rútu fyrir það starfsfólk.“ Aðspurður segist Vilhjálmur ekki vera með nákvæman fjölda þeirra sem sagt hafa upp störfum í framhaldi af tilkynningu um lokun vinnslunnar. Þá sé ekki komin niðurstaða í viðræður Akraness og HB Granda um framhaldið en verið er að semja um viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn og frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnslunni á Akranesi verður lokað 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum á Akranesi. Brim Tengdar fréttir Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Fáir starfsmenn HB Granda hafa tekið boði útgerðarinnar um starf í Reykjavík, en umsóknarfrestur er til 1. júlí. Nokkrir hafa sagt upp störfum frá því að tilkynnt var um að útgerðin myndi hætta landvinnslu á Akranesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að bundnar séu vonir við að starfsfólk á Akranesi muni sækjast eftir starfi hjá fyrirtækinu í Reykjavík, en 86 manns var sagt upp störfum samhliða ákvörðun um lokun útgerðarinnar á Skaganum. „Það var samkomulag á milli okkar og trúnaðarmanna þeirra að við gæfum þeim færi á að svara fram til mánaðamóta – eða út júní. Það eru frekar fáir búnir að sækja um en fólk er sjálfsagt að hugsa sinn gang,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að þeir sem þekkjast boðið gefist kostur á að ferðast á milli Akraness og Reykjavíkur með rútu á vegum fyrirtækisins. „Við tókum ákvörðun um að bjóða upp á fríar ferðir fram og til baka og væntanlega verðum við með rútu fyrir það starfsfólk.“ Aðspurður segist Vilhjálmur ekki vera með nákvæman fjölda þeirra sem sagt hafa upp störfum í framhaldi af tilkynningu um lokun vinnslunnar. Þá sé ekki komin niðurstaða í viðræður Akraness og HB Granda um framhaldið en verið er að semja um viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn og frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnslunni á Akranesi verður lokað 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum á Akranesi.
Brim Tengdar fréttir Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15