Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira