Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 08:56 Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir með gullverðlaun sín. Mynd/ÍSÍ Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason. Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00