Fótbolti

Góð byrjun hjá Suður-Ameríkumeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vidal kemur Síle yfir með skalla.
Vidal kemur Síle yfir með skalla. vísir/epa
Suður-Ameríkumeistarar Síle fara vel af stað í Álfukeppninni í Rússlandi en í kvöld unnu þeir 0-2 sigur á Afríkumeisturum Kamerún.

Tvær stærstu stjörnur Síle áttu heiðurinn að fyrra markinu. Alexis Sánchez átti þá fyrirgjöf beint á kollinn á Arturo Vidal sem skallaði boltann framhjá Fabrice Ondoa í marki Kamerún.

Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Eduardo Vargas öðru marki við og lokatölur 0-2.

Vargas hefur varla getað keypt sér mark með sínum félagliðum undanfarin ár en er alltaf góður með landsliðinu. Markið í kvöld var hans 34. fyrir landsliðið. Aðeins Sánchez og Marcelo Salas hafa skorað fleiri landsliðsmörk fyrir Síle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×