Körfubolti

Boston skiptir fyrsta valréttinum til Philadelphia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markelle Fultz mun taka þátt í hinni alræmdu uppbyggingu hjá Philadelphia.
Markelle Fultz mun taka þátt í hinni alræmdu uppbyggingu hjá Philadelphia. vísir/afp
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því Boston Celtics og Philadelphia 76ers hafi komist að samkomulagi á að skipta á fyrsta og þriðja valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Boston fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og búist var við því að félagið myndi velja leikstjórnandann Markelle Fultz.

Boston hefur hins vegar ákveðið að skipta fyrsta valréttinum til Philadelphia sem mun þá velja Fultz.

Hinn 19 ára gamli Fultz, sem lék með Washington háskólanum í vetur, æfði með Philadelphia í gær og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann klæðist treyju félagsins á næsta tímabili.

Philadelphia var einnig með fyrsta valrétt fyrir ári síðan en þá valdi félagið Ástralann Ben Simmons. Hann spilaði hins vegar ekkert á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Philadelphia, sem stendur í mikilli uppbyggingu, hefur fengið einn af fyrstu þremur valréttunum undanfarin fjögur ár.

Philadelphia valdi Joel Embiid 2014, Jahlil Okafor 2015, Simmons 2016 og Fultz bætist svo í þennan hóp á þriðjudaginn þegar nýliðavalið 2017 fer fram.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×