Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 19:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira