Í skuldafjötrum á uppboðsmarkaði bankana Sævar Þór Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:23 Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun