Í skuldafjötrum á uppboðsmarkaði bankana Sævar Þór Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:23 Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun