Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. júní 2017 09:45 Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun