Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann í háhýsinu. Vísir/EPA Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira