Auðveldara og ódýrara að skipta um banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Landsbankinn hefur meðal annars fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið telur að þetta muni auka samkeppni. Fréttablaðið/Andri Marínó Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur