Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 08:15 Guðmundur var einn og yfirgefinn eftir vonbrigðin á HM í janúar. Í kjölfarið hætti hann með landsliðið. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30