Ellert einstaki býr til folöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2017 21:41 Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira