Yfirvöld á Ítalíu hóta að loka fyrir hafnir og stöðva flæði flóttamanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 22:40 Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku. Vísir/Getty Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014. Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014.
Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira