Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:35 Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira