Ný gerð tundurspilla sjósett í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:51 Tundurspillirinn nýi var sjósettur við hátíðlega athöfn. Vísir/AFP Kínverjar sjósettu í dag nýjasta tundurspilli þjóðarinnar. Skipið er það fyrsta af mörgum í nýrri kynslóð tundurspilla, en yfirvöld í Kína ætla sér að nútímavæða flota sinn. Ríkismiðlar Kína segja skipið búið nýjustu loftvörnum, eldflaugavörnum, skipa- og kafbátavopnum. Á vef Xinhua segir að sjósetning skipsins marki tímamót í að bæta getu sjóflota Kína og byggja nútímalegan flota. Skipið er að öllu leyti hannað og byggt í Kína. Samkvæmt ABC News er talið að Kínverjar ætli sér að smíða fjóra tundurspilla af þessari gerð. Nú taka við umtalsverðar prófanir á skipinu sjálfu, vopnum þess og búnaði. Umrædd gerð tundurspilla ber heitið 055. Skipin eru töluvert stærri en eldri tegund skipanna sem heitir 052. Nú í apríl sjósettu Kínverjar nýtt flugmóðurskip sem var smíðað í Kína. Hönnun þess byggir á gömlu flugmóðurskipi sem Kínverjar keyptu af Úkraínumönnum og drógu til Kína. Stofnunin Center for Naval Analysis áætlar að árið 2020 muni 265 til 273 skip tilheyra flota Kína. Kínverjar segjast þurfa öflugan flota til þess að verja strandlengju sína og skipaleiðir. Kínverjar hafa einnig, eins og frægt er orðið, gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og komið fyrir vopnum og vörnum á manngerðum eyjum á svæðinu. Suður-Kínahaf Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Kínverjar sjósettu í dag nýjasta tundurspilli þjóðarinnar. Skipið er það fyrsta af mörgum í nýrri kynslóð tundurspilla, en yfirvöld í Kína ætla sér að nútímavæða flota sinn. Ríkismiðlar Kína segja skipið búið nýjustu loftvörnum, eldflaugavörnum, skipa- og kafbátavopnum. Á vef Xinhua segir að sjósetning skipsins marki tímamót í að bæta getu sjóflota Kína og byggja nútímalegan flota. Skipið er að öllu leyti hannað og byggt í Kína. Samkvæmt ABC News er talið að Kínverjar ætli sér að smíða fjóra tundurspilla af þessari gerð. Nú taka við umtalsverðar prófanir á skipinu sjálfu, vopnum þess og búnaði. Umrædd gerð tundurspilla ber heitið 055. Skipin eru töluvert stærri en eldri tegund skipanna sem heitir 052. Nú í apríl sjósettu Kínverjar nýtt flugmóðurskip sem var smíðað í Kína. Hönnun þess byggir á gömlu flugmóðurskipi sem Kínverjar keyptu af Úkraínumönnum og drógu til Kína. Stofnunin Center for Naval Analysis áætlar að árið 2020 muni 265 til 273 skip tilheyra flota Kína. Kínverjar segjast þurfa öflugan flota til þess að verja strandlengju sína og skipaleiðir. Kínverjar hafa einnig, eins og frægt er orðið, gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og komið fyrir vopnum og vörnum á manngerðum eyjum á svæðinu.
Suður-Kínahaf Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“