Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á Akureyri. vísir/sveinn Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00