Medalíu á ökukennara Benedikt Bóas skrifar 27. júní 2017 07:00 Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju.