Vopn eða ekki vopn Helga Vala Helgadóttir skrifar 26. júní 2017 07:00 Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi. Í mínu starfi þarf ég iðulega að eiga í samskiptum við laganna verði. Þessir starfsmenn okkar eru að langmestum meirihluta virkilega að leggja sig fram. Hugsjónir gera það að verkum að þau endast í þessu starfi allan þennan tíma því vinnuaðstæður eru fyrir neðan allar hellur. Langtímaveikindi eru vel þekkt í þessari stétt. Álagið er svo ofboðslegt að mann langar helst til að setjast niður með þeim, faðma og segja afsakið. Afsakið hvað við borgum ykkar ömurlega lág laun. Afsakið hvað við látum ykkur vinna mikið. Afsakið að við fjölgum ekki löggum til að minnka álagið. Afsakið hvað stjórnvöld meta starf ykkar lítils. Þegar á reynir þurfum við á okkar færustu löggum að halda. Þar dugir ekki bara að vopna mannskapinn heldur þurfum við að vera viss um að hinn vopnum búni laganna vörður hafi fengið fullnægjandi nætursvefn dagana á undan. Það er því miður ekki raunin því samkvæmt mínum upplýsingum er það vel þekkt að lögga vinni 100 yfirvinnutíma í hverjum mánuði. Það þýðir að löggan sem þú hittir hefur unnið 25 klukkustundir aukalega í vikunni. Það gera til dæmis fimm klukkustundir aukalega á dag alla virka daga vikunnar. Ég kalla á þjóðarátak um innviði kerfisins. Ég vil borga lögregluþjónum mannsæmandi laun og gera vinnuaðstæður þeirra viðunandi áður en við tökum ákvörðun um að vopnbúa alla. Þegar álagið er ómennskt gerast líka slysin. Búum þannig um okkar laganna verði að þeim líði vel í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi. Í mínu starfi þarf ég iðulega að eiga í samskiptum við laganna verði. Þessir starfsmenn okkar eru að langmestum meirihluta virkilega að leggja sig fram. Hugsjónir gera það að verkum að þau endast í þessu starfi allan þennan tíma því vinnuaðstæður eru fyrir neðan allar hellur. Langtímaveikindi eru vel þekkt í þessari stétt. Álagið er svo ofboðslegt að mann langar helst til að setjast niður með þeim, faðma og segja afsakið. Afsakið hvað við borgum ykkar ömurlega lág laun. Afsakið hvað við látum ykkur vinna mikið. Afsakið að við fjölgum ekki löggum til að minnka álagið. Afsakið hvað stjórnvöld meta starf ykkar lítils. Þegar á reynir þurfum við á okkar færustu löggum að halda. Þar dugir ekki bara að vopna mannskapinn heldur þurfum við að vera viss um að hinn vopnum búni laganna vörður hafi fengið fullnægjandi nætursvefn dagana á undan. Það er því miður ekki raunin því samkvæmt mínum upplýsingum er það vel þekkt að lögga vinni 100 yfirvinnutíma í hverjum mánuði. Það þýðir að löggan sem þú hittir hefur unnið 25 klukkustundir aukalega í vikunni. Það gera til dæmis fimm klukkustundir aukalega á dag alla virka daga vikunnar. Ég kalla á þjóðarátak um innviði kerfisins. Ég vil borga lögregluþjónum mannsæmandi laun og gera vinnuaðstæður þeirra viðunandi áður en við tökum ákvörðun um að vopnbúa alla. Þegar álagið er ómennskt gerast líka slysin. Búum þannig um okkar laganna verði að þeim líði vel í vinnunni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun