Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2017 07:00 David Davis (t.v.) og Michel Barnier (t.h.), formenn samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins. vísir/EPA Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira