Fótbolti

Stelpurnar okkar niður um eitt sæti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og stelpurnar okkar fara niður um eitt sæti.
Sara Björk Gunnarsdóttir og stelpurnar okkar fara niður um eitt sæti. vísir/anton brink
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta falla niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.

Ísland er nú í 19. sæti listans og hefur sætaskipti við Ítalíu. Íslenska liðið er ellefta besta þjóðin í Evrópu en sitthvoru megin við stelpurnar okkar eru Ítalíu og Skotland.

Það eru litlar breytingar á sætaskipan mótherja íslenska liðsins á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.

Franska liðið er áfram í 3. sæti listans og Austurríki heldur sér í 24. sæti en Sviss fer niður um eitt sæti og er nú í 17. sæti heimslistans.

Bandaríkin og Þýskaland hafa sætaskipti á toppnum og eru amerísku stelpurnar núna númer eitt í heiminum. Þýskaland er í öðru sæti, Frakkar sem fyrr segir númer þrjú og Kanada fer upp fyrir England í fjórða sætið.

Allan listann má sjá hér.


Tengdar fréttir

Harpa: Tek pressunni fagnandi

Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði.

EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu.

Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi

Harpa Þorsteinsdóttir fer með á EM þrátt fyrir að vera nýbyrjuð aftur að spila. Lykilmenn íslenska liðsins þurfa að sætta sig við minni spilatíma á EM 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×