Ökumaður sem lést í sjálfstýrandi Teslu hunsaði ítrekaðar viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 10:07 Rafbílaframleiðandinn Tesla býður upp sjálfstýribúnað í bílum sínum. Vísir/EPA Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur. Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur.
Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20