Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 19:52 Margir misstu heimili sín í brunanum í síðustu viku. Vísir/AFP Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41
Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37