Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2017 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson vann silfurverðlaun í Peking og brons á EM í Austurríki með Íslandi. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30