„Við erum gömul en ekki dauð“ Ellert B Schram skrifar 30. júní 2017 14:49 Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun