Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Mayweather: „Hvernig er ekki hægt að elska hann?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 15:15 Conor með beltin sín. vísir/getty Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White. MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White.
MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira