Fótbolti

Íslendingaliðið Norrköping tapar áfram stigum í toppbaráttunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Guðni og félagar í vörn Norrköping áttu erfiðar tvær mínútur í fyrri hálfleik.
Jón Guðni og félagar í vörn Norrköping áttu erfiðar tvær mínútur í fyrri hálfleik. vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson var eini Íslendingurinn sem byrjaði leikinn í liði Norrköping gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn tapaðist 1-2 og var það Sebastian Andersson sem skoraði mark Norrköping á 48. mínútu. Elfsborg komst í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum á mínútu millibili. Þeir negldu svo síðasta naglann í kistu Norrköping með marki á 88. mínútu. 

Guðmundur Þórarinsson kom inn á í stað Svíans David Karlsson á 66. mínútu. Karlsson átti stoðsendinguna á Andersson í marki Norrköping. Alfons Sampsted sat á varamannabekknum allan leikinn.

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er á mála hjá Norrköping en var ekki í leikmannahóp liðsins í dag.

Norrköping heldur öðru sætinu í deildinni þrátt fyrir tapið. Þeir eru með 27 stig, 6 stigum á eftir Malmö í efsta sætinu. Norrköping hefur þó leikið einum leik meira en toppliðið.


Tengdar fréttir

Fimmti sigur Norrköping í síðustu sex leikjum

Íslendingaliðið Norrköping vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum þegar liðið lagði Göteborg að velli, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Norrköping er í 2. sæti deildarinnar.

Jón Guðni í úrvalsliði sérfræðings SVT

Jón Guðni Fjóluson er annar af tveimur bestu miðvörðum sænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabili að mati Daniel Nannskog, sérfræðings SVT Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×