Kom kærastanum á óvart með myndavélinni sem hann missti í Kirkjufellsfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 08:42 Þau Ryan Wright og Laurel Anne munu aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni. Laurel Anne Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira