Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2017 23:15 Hinn fertugi Yoel Romero. Vísir/Getty UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00