Logi Ólafs: Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2017 22:00 Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira