Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 11:50 Ummælin sem Spartakus vill dæmd dauð og ómerk snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti hans í Suður-Ameríku. Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum. Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum.
Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00