Þá hefur vopnum verið komið eyjunum.

Í tilkynningu til Reuters sagði Varnarmálaráðuneyti Kína að herinn fylgdist ávalt náið með hernaðarumsvifum annarra ríkja nærri Kína. Þá myndi herinn verja fullveldi og öryggi Kína, jafnt sem og tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Þýsklandi á fundi G-20 ríkjanna og mun hann hitta Xi Jinping, forsætisráðherra Kína. Nú á miðvikudaginn gagnrýndi hann Kína fyrir aukin viðskipti þeirra og Norður-Kóreu, en búist er við því að leiðtogarnir muni ræða hvernig Kína geti beitt Norður-Kóreumenn auknum þrýstingi eftir tilraunaskot þeirra með langdrægna eldflaug í vikunni.
Áðurnefndar sprengjuflugvélar tóku þátt í æfingu með Japönum í Austur-Kínahafi fyrr í vikunni þar sem Kína og Japan hafa lengi deilt um yfirráð yfir eyjum.