Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 21:14 Talsmaður Tony Blair segir að ljóst sé af viðtali BBC við Chilcot að hann hafi ekki logið. Vísir/AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994. Írak Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994.
Írak Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira