Gert að sitja með tveggja ára son sinn í flugi United Airlines Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:45 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05