Browne er frá Hawaii og þess vegna ákváðu þau að gifta sig þar.
„Þar sem hann er frá Hawaii þá ætlum við hafa þetta rólegt Corona-partí í bakgarðinum. Það verður mjög notalegt,“ sagði Ronda.
Parið trúlofaði sig í apríl síðastliðnum er þau voru í fríi á Nýja-Sjálandi.
„Hann bað mín er við stóðum undir fossi. Hann var víst klár með rosaræðu en hún fór fyrir ofan garð og neðan. Hann sagði bara: Við erum í Nýja-Sjálandi og undir fossi. Viltu giftast mér?“
Ronda er líklega hætt að berjast hjá UFC en Browne mun berjast um helgina á UFC 213 sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.