Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Ventspils 1-0 | Valsmenn komnir áfram og fara til Slóveníu í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 22:30 Sigurður Egill Lárusson skoraði í kvöld. vísir/ernir Valur er kominn áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Ventspils frá Lettlandi á Hlíðarenda í kvöld. Fyrri leiknum ytra lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og spiluðu á köflum frábæran fótbolta. Markið lét bíða eftir sér en það kom loks á 71. mínútu. Sigurður Egill Lárusson skoraði þá eftir að markvörður gestanna, Andrejs Pavlovs, bjargaði er Kristinn Ingi Halldórsson var kominn einn í gegn. Fimm mínútum síðar fékk Pavlovs rauða spjaldið fyrir að keyra Kristin Inga niður þegar hann var sloppinn í gegn. Einum færri áttu Lettarnir ekki möguleika og Valsmenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 1-0, Val í vil. Slóvenska liðið Domzale verður næsti mótherji Vals í Evrópudeildinni.Af hverju vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. Ventspils, sem er í þriðja neðsta sæti lettnesku deildarinnar, hafði engan áhuga á því að sækja og Valsmenn stjórnuðu ferðinni. Heimamenn áttu marga frábæra spilkafla, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir teygðu vel á gestunum og sköpuðu góð færi. Tækifærunum fækkaði í seinni hálfleik en Sigurður Egill nýtti eitt þeirra og skaut Valsmönnum áfram.Þessir stóðu upp úr: Eiður Aron Sigurbjörnsson heldur áfram að spila eins og engill í búningi Vals og var frábær í kvöld. Sóknarleikur Ventspils var reyndar ekki burðugur en Eiður Aron sýndi góða takta í uppspili Vals, sem og félagi hans í miðri vörninni, Orri Sigurður Ómarsson. Guðjón Pétur Lýðsson var sískapandi og ógnandi og fyrir aftan hann voru Haukur Páll Sigurðsson og Einar Karl Ingvarsson góðir. Lettarnir réðu lítið við Dion Acoff þótt úrslitasendingarnar hjá honum mættu vera betri. Sigurður Egill átti ágæta spretti og skoraði markið sem skildi liðin að. Kristinn Ingi klúðraði dauðafæri eins og venjulega en hætti aldrei og átti risa stóran þátt í markinu og fiskaði svo markvörð Ventspils af velli.Hvað gekk illa? Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn en gekk illa upp við markið. Gegn betri liðum hefði það e.t.v. komið þeim í koll. Lettarnir sýndu lítið í leiknum í kvöld og ógnuðu marki Vals aldrei að neinu ráði. Til marks um það fékk Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, ekki eitt einasta skot á sig í leiknum.Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt skipuð hjá Valsmönnum. Þeir mæta Stjörnunni í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og fá svo Domzale frá Slóveníu í heimsókn í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn eftir viku. Sunnudaginn þar á eftir sækja Valsmenn svo Víkingana hans Loga Ólafssonar heim áður en þeir fara til Slóveníu.Ólafur: Hef aldrei komið til Slóveníu Það var kátt yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, eftir sigurinn á Ventspils í kvöld. „Miðað við þessa tvo leiki eru þetta mjög sanngjörn úrslit. Ef eitthvað var áttum við að vinna þá stærra hér í kvöld. En ég er ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Ólafur eftir leikinn. Valsmenn voru með öll völd á vellinum en gekk illa fyrir framan markið. En var Ólafur farinn að hafa áhyggjur af því að markið kæmi ekki? „Auðvitað hafði maður smá áhyggjur af því. En það hefur verið þannig í gegnum tíðina hjá okkur að við fáum færi og við fengum þau nokkur í dag,“ sagði Ólafur sem var heilt yfir afar sáttur með frammistöðu Valsliðsins í kvöld. „Ég var bara ánægður með hvernig menn komu gíraðir inn í leikinn. Við áttum góða viku á milli þessara leikja. Frábær vika og frábær úrslit,“ sagði Ólafur sem fer með sína stráka til Slóveníu í næstu umferð. „Mér líst ágætlega á það. Ég hef aldrei komið til Slóveníu,“ sagði þjálfarinn að endingu.Sigurður Egill: Þetta hlaut að detta „Við erum gríðarlega ánægðir. Þetta var gríðarlega góður leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum urmul færa en vorum óheppnir að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn. Við vorum pínu svekktir en ákváðum að halda skipulagi því þetta hlaut að detta fyrir okkur,“ sagði Sigurður Egill Lárusson sem tryggði Valsmönnum sigur á Ventspils í kvöld. Valur var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld en markið lét bíða eftir sér. Sigurður Egill segist ekki hafa orðið örvæntingarfullur þótt staðan væri markalaus langt fram eftir leik. „Nei, við fengum fullt af færum og þetta hlaut að detta. Við ætluðum að vera þéttir til baka og halda áfram,“ sagði Sigurður Egill. Fyrri leik Vals og Ventspils lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru varfærnir í þeim leik og héldu marki sínu hreinu eins og þeir ætluðu að gera. „Þetta var svolítið öðruvísi leikur. Við spiluðum annað kerfi úti og ætluðum bara að passa markið okkar. Þetta fór samkvæmt uppskriftinni. Við ætluðum að halda jafntefli úti og eiga góða möguleika á heimavelli þar sem við erum mjög sterkir,“ sagði Sigurður Egill. Það verður nóg að gera hjá Valsmönnum á næstunni, bæði í Pepsi-deildinni og Evrópudeildinni. Sigurður Egill segist fagna því. „Það er stórleikur núna á sunnudaginn [gegn Stjörnunni] og svo förum við að einbeita okkur að Slóvenunum. Svona á þetta að vera,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn mæta Domzale frá Slóveníu í næstu umferð. Evrópudeild UEFA
Valur er kominn áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Ventspils frá Lettlandi á Hlíðarenda í kvöld. Fyrri leiknum ytra lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og spiluðu á köflum frábæran fótbolta. Markið lét bíða eftir sér en það kom loks á 71. mínútu. Sigurður Egill Lárusson skoraði þá eftir að markvörður gestanna, Andrejs Pavlovs, bjargaði er Kristinn Ingi Halldórsson var kominn einn í gegn. Fimm mínútum síðar fékk Pavlovs rauða spjaldið fyrir að keyra Kristin Inga niður þegar hann var sloppinn í gegn. Einum færri áttu Lettarnir ekki möguleika og Valsmenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 1-0, Val í vil. Slóvenska liðið Domzale verður næsti mótherji Vals í Evrópudeildinni.Af hverju vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. Ventspils, sem er í þriðja neðsta sæti lettnesku deildarinnar, hafði engan áhuga á því að sækja og Valsmenn stjórnuðu ferðinni. Heimamenn áttu marga frábæra spilkafla, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir teygðu vel á gestunum og sköpuðu góð færi. Tækifærunum fækkaði í seinni hálfleik en Sigurður Egill nýtti eitt þeirra og skaut Valsmönnum áfram.Þessir stóðu upp úr: Eiður Aron Sigurbjörnsson heldur áfram að spila eins og engill í búningi Vals og var frábær í kvöld. Sóknarleikur Ventspils var reyndar ekki burðugur en Eiður Aron sýndi góða takta í uppspili Vals, sem og félagi hans í miðri vörninni, Orri Sigurður Ómarsson. Guðjón Pétur Lýðsson var sískapandi og ógnandi og fyrir aftan hann voru Haukur Páll Sigurðsson og Einar Karl Ingvarsson góðir. Lettarnir réðu lítið við Dion Acoff þótt úrslitasendingarnar hjá honum mættu vera betri. Sigurður Egill átti ágæta spretti og skoraði markið sem skildi liðin að. Kristinn Ingi klúðraði dauðafæri eins og venjulega en hætti aldrei og átti risa stóran þátt í markinu og fiskaði svo markvörð Ventspils af velli.Hvað gekk illa? Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn en gekk illa upp við markið. Gegn betri liðum hefði það e.t.v. komið þeim í koll. Lettarnir sýndu lítið í leiknum í kvöld og ógnuðu marki Vals aldrei að neinu ráði. Til marks um það fékk Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, ekki eitt einasta skot á sig í leiknum.Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt skipuð hjá Valsmönnum. Þeir mæta Stjörnunni í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og fá svo Domzale frá Slóveníu í heimsókn í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn eftir viku. Sunnudaginn þar á eftir sækja Valsmenn svo Víkingana hans Loga Ólafssonar heim áður en þeir fara til Slóveníu.Ólafur: Hef aldrei komið til Slóveníu Það var kátt yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, eftir sigurinn á Ventspils í kvöld. „Miðað við þessa tvo leiki eru þetta mjög sanngjörn úrslit. Ef eitthvað var áttum við að vinna þá stærra hér í kvöld. En ég er ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Ólafur eftir leikinn. Valsmenn voru með öll völd á vellinum en gekk illa fyrir framan markið. En var Ólafur farinn að hafa áhyggjur af því að markið kæmi ekki? „Auðvitað hafði maður smá áhyggjur af því. En það hefur verið þannig í gegnum tíðina hjá okkur að við fáum færi og við fengum þau nokkur í dag,“ sagði Ólafur sem var heilt yfir afar sáttur með frammistöðu Valsliðsins í kvöld. „Ég var bara ánægður með hvernig menn komu gíraðir inn í leikinn. Við áttum góða viku á milli þessara leikja. Frábær vika og frábær úrslit,“ sagði Ólafur sem fer með sína stráka til Slóveníu í næstu umferð. „Mér líst ágætlega á það. Ég hef aldrei komið til Slóveníu,“ sagði þjálfarinn að endingu.Sigurður Egill: Þetta hlaut að detta „Við erum gríðarlega ánægðir. Þetta var gríðarlega góður leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum urmul færa en vorum óheppnir að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn. Við vorum pínu svekktir en ákváðum að halda skipulagi því þetta hlaut að detta fyrir okkur,“ sagði Sigurður Egill Lárusson sem tryggði Valsmönnum sigur á Ventspils í kvöld. Valur var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld en markið lét bíða eftir sér. Sigurður Egill segist ekki hafa orðið örvæntingarfullur þótt staðan væri markalaus langt fram eftir leik. „Nei, við fengum fullt af færum og þetta hlaut að detta. Við ætluðum að vera þéttir til baka og halda áfram,“ sagði Sigurður Egill. Fyrri leik Vals og Ventspils lyktaði með markalausu jafntefli. Valsmenn voru varfærnir í þeim leik og héldu marki sínu hreinu eins og þeir ætluðu að gera. „Þetta var svolítið öðruvísi leikur. Við spiluðum annað kerfi úti og ætluðum bara að passa markið okkar. Þetta fór samkvæmt uppskriftinni. Við ætluðum að halda jafntefli úti og eiga góða möguleika á heimavelli þar sem við erum mjög sterkir,“ sagði Sigurður Egill. Það verður nóg að gera hjá Valsmönnum á næstunni, bæði í Pepsi-deildinni og Evrópudeildinni. Sigurður Egill segist fagna því. „Það er stórleikur núna á sunnudaginn [gegn Stjörnunni] og svo förum við að einbeita okkur að Slóvenunum. Svona á þetta að vera,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn mæta Domzale frá Slóveníu í næstu umferð.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti