Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 13:45 Af blaðamannafundinum í Valshöllinni. vísir/eyþór Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58