Björgum ungu konunum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar