Tíu ár frá marki Bjarna gegn Keflavík: Stríðsástand á Skaganum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 14:45 Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira