Sport

Tiger Woods kominn úr meðferð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Golfarinn Tiger Woods er kominn úr meðferð vegna lyfjaneyslu. Þessu greinir hann frá með færslu á twitter.

 





Í maí var Woods handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum. Ekkert áfengismagn mældist í blóði hans en hann átti erfitt með að svara spurningum lögreglumanna og játaði seinna að hann vissi ekki hver áhrif lyfjanna sem hann var að taka væru.



Woods
 er að jafna sig eftir bakaðgerð, en hann hefur farið í fjórar slíkar síðan í ágúst 2014. Í júnímánuði greindi Woods frá því að hann væri á leið í meðferð til að stjórna lyfjanotkun sinni. 

Fjögur ár eru síðan Woods vann síðast golfmót, en hann hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða. Hann spilaði síðast í febrúar og hefur ekki gefið út hvenær hann muni snúa aftur á golfvöllinn. Woods var lengi efsti maður heimslistans og á að baki 79 sigra á PGA mótaröðinni. 


Tengdar fréttir

Tiger fær aðstoð við lyfin

Tiger Woods greindi frá því í gær að hann hefði leitað á náðir sérfræðinga til að aðstoða sig með lyfjaskammtana sína.

Benzinn hans Tigers var stórskemmdur

Tiger Woods var handtekinn í Flórída á dögunum og það þarf ekki að koma á óvart að lögreglumenn hafi talið að hann væri ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×