Halldór Kristinn: Gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna og hlusta á Óttar Bjarna væla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 22:43 Halldór Kristinn (nr. 4) skallar frá marki Leiknis eins og hann gerði svo oft í leiknum. vísir/ernir „Þetta bikarævintýri heldur áfram og vonandi höldum við áfram að koma öðrum á óvart,“ sagði alsæll Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis R., eftir sigurinn á ÍA í kvöld. Með honum tryggðu Leiknismenn sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fyrsta sinn. „Þetta var rosalega erfiður leikur á móti sterku liði. Við lögðum okkur alla fram og uppskárum eftir því.“ Leiknismenn spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik og voru sanngjarnt yfir að honum loknum. En í þeim seinni tóku Skagamenn yfir og voru líklegri aðilinn. „Þetta er sagan okkar í sumar; við eigum góðan fyrri hálfleik. En mér leið betur í seinni hálfleik en oft áður. Mér fannst við skynsamir,“ sagði Halldór sem skallaði ófáa boltana frá marki Leiknis í kvöld. „Það var nóg að gera og þannig á það að vera. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir; mikið að gera, mikið af tæklingum og sköllum og mikil læti. Þetta var örugglega frábær skemmtun fyrir áhorfendur.“ Leiknismenn verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Borgunarbikarsins á morgun. En á Halldór sér óskamótherja? „Nei, nei. Ég ætla ekki að fara svo langt. Við gefum öllum leik. Ef við spilum svona náum við að stríða hvaða liði sem er,“ sagði Halldór. En kitlar það ekkert að mæta Stjörnunni sem er með nokkra Leiknismenn innan sinna raða? „Jú, það væri gaman. Það er kannski óskamótherjinn. Það væri gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna [Halldórsson] og hlusta á Óttar Bjarna [Guðmundsson] væla aðeins. Það væri ákjósanlegt,“ sagði Halldór léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
„Þetta bikarævintýri heldur áfram og vonandi höldum við áfram að koma öðrum á óvart,“ sagði alsæll Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis R., eftir sigurinn á ÍA í kvöld. Með honum tryggðu Leiknismenn sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fyrsta sinn. „Þetta var rosalega erfiður leikur á móti sterku liði. Við lögðum okkur alla fram og uppskárum eftir því.“ Leiknismenn spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik og voru sanngjarnt yfir að honum loknum. En í þeim seinni tóku Skagamenn yfir og voru líklegri aðilinn. „Þetta er sagan okkar í sumar; við eigum góðan fyrri hálfleik. En mér leið betur í seinni hálfleik en oft áður. Mér fannst við skynsamir,“ sagði Halldór sem skallaði ófáa boltana frá marki Leiknis í kvöld. „Það var nóg að gera og þannig á það að vera. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir; mikið að gera, mikið af tæklingum og sköllum og mikil læti. Þetta var örugglega frábær skemmtun fyrir áhorfendur.“ Leiknismenn verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Borgunarbikarsins á morgun. En á Halldór sér óskamótherja? „Nei, nei. Ég ætla ekki að fara svo langt. Við gefum öllum leik. Ef við spilum svona náum við að stríða hvaða liði sem er,“ sagði Halldór. En kitlar það ekkert að mæta Stjörnunni sem er með nokkra Leiknismenn innan sinna raða? „Jú, það væri gaman. Það er kannski óskamótherjinn. Það væri gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna [Halldórsson] og hlusta á Óttar Bjarna [Guðmundsson] væla aðeins. Það væri ákjósanlegt,“ sagði Halldór léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45