Sólfirrð náð í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 22:30 Sólin sest yfir Istanbúl. Jörðin er nú í fjærsta punkti frá sólinni. Vísir/EPA Jörðin náði fjærsta punkti á sporbraut sinni frá sólinni á níunda tímanum í kvöld. Nú erum við tæplega fimm milljón kílómetrum fjær sólinni en þegar jörðin er í sólnánd. Vakin er athygli á þessum árlegu tímamótum á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Braut jarðarinnar er sporöskjulaga og er hún því mislangt frá sólinni eftir því hvar hún er stödd á sporbrautinni. Klukkan 20:11 að íslenskum tíma var jörðin á fjærsta punkti sporbrautarinnar, í 152 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni. Þegar jörðin er næst sólinni skilja um 147 milljón kílómetrar hnettina að. Þegar jörðin er í sólfirrð ferðast hún hægar um braut sína en í sólnánd. Það veldur því að vor og sumar á norðurhveli jarðar eru örlítið lengri, 93 dagar hvor árstíð, en haust og vetur, 90 og 89 dagar hvor.Sveifla mun skerpa skilin milli sumars og vetursEins og stendur er jörðin í sólfirrð nærri sumarsólstöðum á norðurhveli jarðar og í sólnánd nærri vetrarsólstöðum. Reglubundin sveifla í afstöðu mönduls jarðar, svonefnd pólvelta, mun hins vegar verða til þess að eftir rúmlega tíu þúsund ár munu þessar tímasetningar hafa snúist við. Þá verður jörðin fjærst sólu þegar vetur ríkir á norðurhveli og næst henni um hásumarið. Það mun valda skarpari skilum á milli árstíða með hlýrri sumrum og svalari vetrum á norðurhveli. Nánar er hægt að lesa um möndulhalla jarðar og árstíðirnar á Stjörnufræðivefnum.Uppfært 23:37 Upphaflega var fullyrt ranglega í fréttinni að 50 milljón kílómetra munur væri á fjarlægð jarðar og sólar við sólfirrð og nánd. Það rétta er að fimm milljón kílómetra munur er á fjarlægðinni. Vísindi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Jörðin náði fjærsta punkti á sporbraut sinni frá sólinni á níunda tímanum í kvöld. Nú erum við tæplega fimm milljón kílómetrum fjær sólinni en þegar jörðin er í sólnánd. Vakin er athygli á þessum árlegu tímamótum á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Braut jarðarinnar er sporöskjulaga og er hún því mislangt frá sólinni eftir því hvar hún er stödd á sporbrautinni. Klukkan 20:11 að íslenskum tíma var jörðin á fjærsta punkti sporbrautarinnar, í 152 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni. Þegar jörðin er næst sólinni skilja um 147 milljón kílómetrar hnettina að. Þegar jörðin er í sólfirrð ferðast hún hægar um braut sína en í sólnánd. Það veldur því að vor og sumar á norðurhveli jarðar eru örlítið lengri, 93 dagar hvor árstíð, en haust og vetur, 90 og 89 dagar hvor.Sveifla mun skerpa skilin milli sumars og vetursEins og stendur er jörðin í sólfirrð nærri sumarsólstöðum á norðurhveli jarðar og í sólnánd nærri vetrarsólstöðum. Reglubundin sveifla í afstöðu mönduls jarðar, svonefnd pólvelta, mun hins vegar verða til þess að eftir rúmlega tíu þúsund ár munu þessar tímasetningar hafa snúist við. Þá verður jörðin fjærst sólu þegar vetur ríkir á norðurhveli og næst henni um hásumarið. Það mun valda skarpari skilum á milli árstíða með hlýrri sumrum og svalari vetrum á norðurhveli. Nánar er hægt að lesa um möndulhalla jarðar og árstíðirnar á Stjörnufræðivefnum.Uppfært 23:37 Upphaflega var fullyrt ranglega í fréttinni að 50 milljón kílómetra munur væri á fjarlægð jarðar og sólar við sólfirrð og nánd. Það rétta er að fimm milljón kílómetra munur er á fjarlægðinni.
Vísindi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent