Þjóðverjanum Sebastian Vettel verður ekki refsað aukalega af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu, FIA, vegna árekstur hans og Lewis Hamilton í Aserbaísjan fyrir rúmri viku síðan.
Vettel virtist óánægður með ökulag Hamilton þegar öryggisbíll var á brautinni og ók utan í bíl Bretans.
Dómarar keppninnar gáfu Vettel tíu sekúndna víti á þjónustusvæðinu en FIA tók málið sérstaklega fyrir á fundi í dag. Ákveðið var að refsa Vettel ekki frekar.
Þrátt fyrir refsinguna náði Vettel að vera á undan Hamilton í mark þar sem að Bretinn þurfti sjálfur að fara inn á þjónustusvæði til að lagfæra höfuðvörn bifreiðarinnar.
Fram kom í tilkynningu frá FIA að Vettel hafði beðist innilegrar afsökunar á framferði sínu. Vettel er efstur í stigakeppni ökuþóra með 153 stig en Hamilton kemur næstu rmeð 139 stig.

