Doktor Viðar: MMA er bardagaiðnaður en ekki íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 19:35 Gunnar Nelson í bardaga. Vísir/Getty Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir. Viðar, sem er doktor í félagsfræði, skrifaði bók á dögunum þar sem hann reyndi að svara því hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum. Gunnar Nelson og Sunna „Tsunami"“ Davíðsdóttir er okkar fremsta MMA bardagafólk en Viðar er ekki hrifinn af þeirra íþrótt. Þetta kom fram þegar hann mætti í Akraborgina og ræddi við Hjört Hjartarson. Það vakna oft spurningar eftir bardaga þeirra hvort þeir eigi eitthvað skylt við íþróttir. Viðar hefur skoðað þessa íþrótt og setið ráðstefnur um málið. „Starf okkar fræðimanna snýst um að það vera svolítið gagnrýnin og temja okkur gagnrýnissjónarhorn. Þannig erum við sinna skyldu okkar. Ég hef mikið fjallað um íþróttir á ýmsum vettvangi,“ sagði Viðar Halldórsson. „Það eru skiptar skoðanir um MMA á Íslandi. Margir aðdáendur en svo er mörgum mjög illa við þetta. Ég hef aðeins kynnt mér þetta og notað fræðin til að hjálpa mér,“ sagði Viðar „Ég vil byrja á það að leiðrétta þann misskilning að MMA sé íþrótt. MMA er iðnaður, bardagaiðnaður. Rök mín fyrir því eru fyrst og fremst að stærstu íþróttasamtök heims skilgreina MMA ekki sem íþrótt,“ sagði Viðar. „Samkvæmt þessum aðilum þá á MMA bara langt í land með að falla undir þetta. Einnig má sjá það að að það eru í kringum 80 til 85 prósent Evrópuþjóða sem skilgreina MMA ekki sem íþrótt eða að MMA sé viðurkennt af hinu opinbera. Það er mikill minnihluti þjóða sem eru farin að skilgreina MMA sem íþrótt að einhverju leiti,“ sagði Viðar. Það má heyra viðtalið við Viðar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir. Viðar, sem er doktor í félagsfræði, skrifaði bók á dögunum þar sem hann reyndi að svara því hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum. Gunnar Nelson og Sunna „Tsunami"“ Davíðsdóttir er okkar fremsta MMA bardagafólk en Viðar er ekki hrifinn af þeirra íþrótt. Þetta kom fram þegar hann mætti í Akraborgina og ræddi við Hjört Hjartarson. Það vakna oft spurningar eftir bardaga þeirra hvort þeir eigi eitthvað skylt við íþróttir. Viðar hefur skoðað þessa íþrótt og setið ráðstefnur um málið. „Starf okkar fræðimanna snýst um að það vera svolítið gagnrýnin og temja okkur gagnrýnissjónarhorn. Þannig erum við sinna skyldu okkar. Ég hef mikið fjallað um íþróttir á ýmsum vettvangi,“ sagði Viðar Halldórsson. „Það eru skiptar skoðanir um MMA á Íslandi. Margir aðdáendur en svo er mörgum mjög illa við þetta. Ég hef aðeins kynnt mér þetta og notað fræðin til að hjálpa mér,“ sagði Viðar „Ég vil byrja á það að leiðrétta þann misskilning að MMA sé íþrótt. MMA er iðnaður, bardagaiðnaður. Rök mín fyrir því eru fyrst og fremst að stærstu íþróttasamtök heims skilgreina MMA ekki sem íþrótt,“ sagði Viðar. „Samkvæmt þessum aðilum þá á MMA bara langt í land með að falla undir þetta. Einnig má sjá það að að það eru í kringum 80 til 85 prósent Evrópuþjóða sem skilgreina MMA ekki sem íþrótt eða að MMA sé viðurkennt af hinu opinbera. Það er mikill minnihluti þjóða sem eru farin að skilgreina MMA sem íþrótt að einhverju leiti,“ sagði Viðar. Það má heyra viðtalið við Viðar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti