Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2017 22:36 Agla María Albertsdóttir. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45