Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar 18. júlí 2017 20:50 Sif Atladóttir bjargar hér einu sinni sem oftar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira