Fótbolti

Freyr búinn að tilkynna byrjunarliðið: Dagný byrjar frammi og þrír nýliðar í liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýliðarnir frá vinstri: Agla María Albertsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Nýliðarnir frá vinstri: Agla María Albertsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Mynd/KSÍ
Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í C-riðli EM 2017. Leikurinn fer fram á heimavelli Willem II í Tilburg.

Eins og í síðustu leikjum spilar Ísland leikkerfið 3-4-3.

Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í liðið en ekki á miðjuna heldur í framlínuna. Þrír leikmenn í byrjunarliðinu eru að spila sinn fyrsta leik á stórmóti en það eru þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Agla María Albertsdóttir.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er á sínum stað í markinu og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mynda þriggja manna vörn.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vængbakverðir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir á miðjunni.

Frammi eru svo þær Agla María Albertsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir

Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Sigríður Lára Garðarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir

Sókn: Agla María Albertsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir.


Tengdar fréttir

Annað tækifæri til að heilla

Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg.

Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar

Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×