Fótbolti

Sjáðu stemmninguna í Ís­lendinga­partí með for­sætis­ráð­herra í Til­burg

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Óðum styttist í stórleikinn gegn Frökkum í C-riðli EM kvenna í knattspyrnu. Reiknað er með um þrjú þúsund Íslendingum á leiknum í dag og eru landsmenn farnir að mála bæinn bláan.

Kristinn Ingi Lárusson og Ingibjörg Sigfúsdóttir eru búsett í Tilburg í Hollandi en sonur þeirra, Kristófer Ingi, spilar með Willem II í Hollandi. Heimavöllur Willem II er keppnisleikvangurinn þar sem leikurinn í kvöld verður spilaður.

Þau bjóða stórum hópi Íslendinga heim til að hita upp fyrir leikinn. Vísir var í beinni útsendingu og tók púlsinn í veislunni, ræddi við forsætisráðherra, fyrrverandi landsliðsmenn, Guðna Bergsson formann KSÍ, Gumma Ben og fleiri.



Hér fyrir neðan má síðan fletta myndasafni úr veislunni. Leikurinn gegn Frökkum hefst klukkan 18.45.

Veislan hófst klukkan tólf að íslenskum tíma og sífellt fjölgar í partýinu.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×