Fótbolti

EM í dag: Þjálfari Frakka leit á blað og sagði „Magnúsdóttir“

Mikið mun mæða á Söru Björk Gunnarsdóttur á miðju íslenska liðsins í kvöld.
Mikið mun mæða á Söru Björk Gunnarsdóttur á miðju íslenska liðsins í kvöld.
Það er komið að stóru stundinni og strákarnir velta fyrir sér hvernig íslenska liðið verði skipað gegn stórliði Frakka í Tilburg í kvöld. Sumt liggur fyrir en vinstri kantstaðan er sú sem er stærsta spurningamerkið og óvíst hvað þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir.

Eru Frakkarar „lúserar“? Þeir hafa allavega ekki unnið neitt með kvennalandsliði sínu þrátt fyrir að vera með einhver bestu félagslið í heimi í fótbolta. Þeir eru vanir því að klikka á stóra sviðinu og vonandi verður engin breyting á því á móti Íslandi.

Já, og það eru enn miðar á lausu fyrir þá sem eiga frænda, sem á rellu og getur hent þeim til Hollands á núll einni. Komið fagnandi, þetta verður geggjað í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×