Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2017 21:45 Hér má sjá Ponzinibbio með puttana á kafi í báðum augum Gunnars. Hættulegur leikur sem hefði getað endað illa. mynd/Jerry McCarthy/KO! Media Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær. MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær.
MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30
Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34
Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15
„Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04